Enn geisa átök í Venesúela

Lögregla og mótmælendur í Venezúela hafa tekist á síðustu mánuði.
Lögregla og mótmælendur í Venezúela hafa tekist á síðustu mánuði. AFP

Hundruð manns héldu út á götur Venesúela í gær til að mótmæla áformum Nicolas Maduro forseta um stjórnarskrárbreytingar. Mótmælendur mættu harðri mótstöðu frá lögreglu sem notaði táragas til að dreifa mannfjöldanum.  

Venesúela gímir við himinháa verðbólgu, matarskort og glæpaöldu sem rekja má til efnahagsstefnu landsins, og hefur stjórnarandstaðan staðið fyrir mótmælum á nær hverjum degi frá fyrsta apríl. Síðan þá hafa 66 látist og þúsundir slasast. 

Ólgan magnaðist í maí þegar Maduro greindi frá áformum um að halda stjórnarskrárþing 30. júlí en stjórnarandstaðan hefur kært áformin og segir þau vera örvæntingarfulla tilraun til að halda í völdin, einungis sé hægt að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu. Maduro heldur því hins vegar fram að Bandaríkin séu á bak við andstöðuna gegn honum. 

Þrátt fyrir að Maduro hafi enn stuðning hersins var hófsamur tónn í yfirmanni hersins, Vladimir Padrino Lopez, í vikunni þegar hann varaði við því að taka mótmælendur of föstum tökum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert