Rannsaka hvers vegna flóðbylgja skall á þorpið

Mikið tjón varð þegar flóðbylgjan skall á land.
Mikið tjón varð þegar flóðbylgjan skall á land. AFP

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað olli því að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi á laugardagskvöld að sögn jarðvísindamanns hjá rannsóknastofnun jarðfræði Danmerkur og Grænlands (GEUS). 

Þetta kemur fram á vef grænlenska ríkisútvarpsins. Fjögurra er saknað eftir að flóðbylgjan skall á þorpinu og hreif með sér ellefu hús. Þrír olíutankar eru á meðal þess sem hefur sést fljótandi í hafinu.

Mælitæki greindu bylgjur sem minna á jarðskjálfta en þær gefa einnig til kynna að stór skriða úr fjalli hafi fallið. Þetta segir Peter Voss hjá GEUS. Hins vegar er þörf á frekari gögnum, auk vitnisburðar sjónarvotta, til að staðfesta hvað gerðist í raun og veru. 

Enn fremur var talið hugsanlegt að skriða hefði fallið neðansjávar en aftur á móti er erfiðara að greina slíkt. 

Það liggur hins vegar fyrir að fyrstu mælingar um óróa urðu klukkan 21.40 að staðartíma (klukkan 23.40 að íslenskum tíma) í Nuugaatsiaq. Um átta mínútum síðar skall flóðbylgjan á þorpinu. 

GEUS íhugar nú að senda vísindamenn til Grænlands til að rannsaka atvikið betur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

M & B dekkjavélar. Ítals
M & B dekkjavélar. Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sic...
Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...