Íbúar Nuuk sendu föt, skó og leikföng

Samanstendur farmurinn af um 20 pappakössum og 60 öðrum flutningskössum ...
Samanstendur farmurinn af um 20 pappakössum og 60 öðrum flutningskössum fullum af fatnaði og ýmsum búnaði. Ljósmynd/Air Greenland & Arktisk Kommando

Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands hafa safnað saman fötum, skóm og leikföngum og sent til annarra íbúa norðar í landinu sem hafa margir glatað eigum sínum og húsnæði í kjölfar náttúruhamfaranna sem urðu þar í landi um helgina.

Frétt mbl.is: „Ég varð mjög hræddur“

Herstjórn Dana á Grænlandi (Joint Arctic Command) greinir frá því á Facebook að klukkan 13:30 í dag hafi varningurinn verið sendur með herflugvélinni C-130J Hercules frá Nuuk og á flugvöllinn Qaarsut sem er norðar í landinu. Samanstendur farmurinn af um 20 pappakössum og 60 öðrum flutningskössum fullum af fatnaði og ýmsum búnaði sem íbúar Nuuk hafa safnað saman fyrir samlanda sína sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín. Alls hafa yfir 100 manns frá grænlensku þorpunum Nuugaatsiaq, Illorsuit og Niaqornat verið fluttir á brott frá heimilum sínum vegna hamfaranna.

Sjá má fleiri myndir frá því þegar varningurinn var ferjaður frá Nuuk í Facebook-færslu herstjórnarinnar sem sjá má hér að neðan.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
Til sölu Ford Escape jeppi, ben
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...