Stórtækir avókadóþjófar handteknir

Það elska allir avókadó, segir lögreglustjórinn.
Það elska allir avókadó, segir lögreglustjórinn. mbl

Þrír starfsmenn fyrirtækis í Kaliforníu hafa verði handteknir fyrir að stela avókadó. Lögreglan segir að þýfið sé verðmetið á um 300 þúsund bandaríkjadali, rúmlega 30 milljónir króna. 

Mennirnir þrír, sem allir eru í kringum þrítugt, voru handteknir á miðvikudaginn í síðustu viku. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir þjófnaðinn.

Lögreglan hóf að rannsaka málið eftir að grunsemdir vöknuðu í maí. Þá hafði henni borist vísbending um að mikið magn avókadós væri selt gegn greiðslu í reiðufjár.

„Við tökum svona þjófnaði mjög alvarlega. Þetta er stór atvinnugrein hér í Kaliforníu,“ segir lögreglustjórinn John Franchi í samtali við Los Angeles Times. „Það elska allir avókadó.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert