Mættu í pilsum í mótmælaskyni

Frakkar eru að kafna úr hita enda hitabylgja í landinu.
Frakkar eru að kafna úr hita enda hitabylgja í landinu. AFP

Strætisvagnabílstjórar í frönsku borginni Nantes mættu í pilsum í vinnuna í dag en með þessu vilja þeir sýna yfirmönnum sínum hversu ósáttir þeir eru við að mega ekki klæðast stuttbuxum í vinnunni.

Hitabylgja er í Frakklandi þessa dagana.  Bílstjórarnir óskuðu eftir heimild til þess að klæðast stuttbuxum í vinnunni þessa viku vegna þrúgandi hitastækjunnar en fengu neitun. Bílstjórarnir ákváðu að mótmæla þessum óásættanlegu vinnuaðstæðum með því að klæðast pilsum í dag.

„Þar sem pils eru viðurkenndur einkennisfatnaður hjá fyrirtækinu ákváðum við að klæðast þeim,“ segja bílstjórarnir en karlar í hópi bílstjóra segjast dauðöfunda starfssystur sínar af því að mega klæðast pilsum í hitanum.

Hér er hægt að horfa á myndskeið

Frétt The Local

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert