Þýskir unglingar skutu á Taílandskonung

Drengirnir skutu með leikfangabyssum í átt að Taílandskonungi.
Drengirnir skutu með leikfangabyssum í átt að Taílandskonungi. Mynd/Wikipedia

Tveir þýskir unglingspiltar skutu á Taílandskonung með loftbyssu og gúmmíkúlum, þar sem hann hjólaði ásamt föruneyti sínu í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrr í þessum þessum mánuði. Þetta staðfesti saksóknari í samtali við AFP-fréttastofuna.

„Ég get staðfest að á þann 10. júní síðastliðinn hafi tveir drengir á aldrinum 13 og 14 ára skotið með einhvers konar loftbyssu og gúmmískotum á hóp hjólreiðamanna, þar á meðal Taílandskonung,“ sagði Thomas Steinkraus-Koch, talsmaður saksóknara í bænum Landshut. Ekki liggur þó fyrir hvort konungurinn hafi fengið í sig skot.

Aðstoðarmaður konungs hefur hins vegar staðfest að taílenski konungurinn, Maha Vajiralongkorn, ætli ekki að leggja fram kæru vegna málsins.

Vajiralongkorn, sem tók við krúnunni af föður sínum, eftir lát hans í október, eyðir töluverðum tíma í Bæjaralandi, enda á hann þar nokkrar eignir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert