Svipta öfgaflokkinn ríkisstyrkjum

Neðri deild þýska sambandsþingsins náði að koma höggi á öfgaflokkinn.
Neðri deild þýska sambandsþingsins náði að koma höggi á öfgaflokkinn. AFP

Á þýska sambandsþinginu í dag var samþykkt að svipta öfgaflokka fjárframlögum frá ríkinu. Frumvarpinu var beint gegn öfgaflokknum NPD eftir að þinginu mistókst í tvígang að bannfæra flokkinn. 

Samkvæmt þýskum lögum fær hver stjórnmálaflokkur fjárframlag frá ríkinu. Upphæðin ræðst að hluta til á því hve stór flokkurinn er á ríkisþingum, sambandsþinginu og Evrópuþinginu, og því hve miklu hann nær sjálfur að safna. 

Ákveðið var að reyna á sviptingu fjárframlaga eftir að efri deild þingsins tapaði dómsmáli um hvort löglegt væri að banna flokkinn. Hæstiréttur Þýskalands sagði í úrskurði sínum að NPD væri of lítill flokkur til að geta talist ógn við lýðræðið. 

Árið 2015 fék NPD 1,3 milljónir evra frá ríkinu og 1,4 milljónir árið 2014. Nú hefur neðri deild þingsins samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að leggja af fjárframlög til „flokka sem eru andsnúnir stjórnarskránni“.

„Skattféð sem rann til NPD var bein fjárfesting í upprisu öfga,“ sagði Heiko Maas dómsmálaráðherra og bætti við að „óvinir lýðræðisins mættu ekki vera fjármagnaðir af ríkinu.“

NPD var stofnaður árið 1964 sem framhald af nýfasistaflokki og kallar eftir „áframhaldandi tilveru þýska fólksins á landsvæði forfeðra sinna í Mið-Evrópu“. Slagorðið er „Þýskaland fyrir Þjóðverja“.

Í NPD eru sex þúsund flokksfélagar og um tíma átt flokkurinn sæti á nokkrum ríkisþingum sambandslandanna en á hann aðeins einn fulltrúa á Evrópuþinginu, Udo Voigt. Aðeins tveir flokkar hafa verið bannaðir í Þýskalandi frá stríðslokum árið 1945: SRP, arftakar nasistaflokksins árið 1952 og NPD, kommúnuistaflokkurinn í Vestur-Þýskalandi árið 1956.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert