Að minnsta kosti 140 látnir

Talið er að einhver hafi kveikt sér í sígarettu við …
Talið er að einhver hafi kveikt sér í sígarettu við olíubílinn sem valt. AFP

Tala látinna heldur áfram að hækka í Pakistan en yfir 140 létu lífið í eldsvoða skammt frá bænum Ahmedpur. Eldurinn kviknaði eftir að olíuflutningabifreið valt en fólk hafði hópast að bílnum til að sækja sér eldsneyti.

Á vef Breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að eldurinn kunni að hafa kviknað eftir að einhver hefði kveikt sér í sígarettu, en það hefur BBC eftir björgunarfólki á staðnum.

Talið er að hjólbarði hafi sprungið sem leiddi titl þess að bifreiðin valt. Yfir 25 þúsund lítrar af eldsneyti voru í tanknum og var bíllinn á leið frá Karachi til Lahore. 

Samkvæmt heimildum BBC safnaðist fólk úr nálægum bæjum í kringum bílinn með potta sem það fyllti af eldsneyti. Þeir hringdu einnig í vini og ættingja og sögðu þeim einnig að mæta á svæðið og sækja sér eldsneyti. Umferðarlögregla reyndi að halda fólki frá bílnum en tókst það ekki. 

„Skyndilega kviknaði eldur í tanknum og kviknaði þá í öllum sem stóðu í kringum bílinn,“ hefur BBC eftir heimildarmanni innan lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert