Maður skotinn til bana í Stokkhólmi

Mynd úr safni af sænsku lögreglunni að störfum.
Mynd úr safni af sænsku lögreglunni að störfum. AFP

Maður á þrítugsaldri var skotinn til bana í úthverfi Stokkhólms seint í gærkvöldi. Samkvæmt frétt Aftonbladet var hann skotinn sex sinnum í höfuðið.

Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Stokkhólmi, Kjell Lindgren, staðfestir við Aftonbladet að 26 ára gamall maður sem var fluttur á sjúkrahús um miðnætti eftir að hafa verið skotinn við  Horisontvägen í Skarpnäck-hverfinu, hafi látist í nótt

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en tilkynnt var um skotrásina skömmu fyrir miðnætti. Lögregla girti svæðið af og í alla nótt var leitað að morðingjanum í nágrenninu. Lögregla var með hunda við leitina og eins var leitað úr lofti án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert