Útlendingar bannaðir á réttindasamkomu

Útlendingar voru bannaðir frá viðburðinum.
Útlendingar voru bannaðir frá viðburðinum. AFP

Þúsundir Singapúra klæddu sig upp í bleikt og komu saman í almenningsgarði í dag til að fagna fjölbreytileikanum. Viðbúnaður lögreglu var mikill á staðnum en yfirvöld bönnuðu útlendingum þátttöku.

Hin svokallaða Pink Dot-uppákoma hefur verið haldin frá 2009 og hefur dregið að allt að 28.000 þátttakendur, þrátt fyrir hörð mótmæli ýmissa íhaldshópa.

Að þessu sinni þurftu þeir sem vildu taka þátt hins vegar að framvísa skilríkjum áður en þeim var hleypt inn á svæðið, til að sanna að þeir væru ríkisborgarar eða hefðu dvalarleyfi.

Meðal þátttakenda voru svona og hinsegin íbúar Singapúr; fjölskyldur með lítil börn, konur með slæður um höfuðið og fjöldi fólks sem naut hátíðarinnar í hitanum.

Garðurinn fylltist á tveimur tímum.
Garðurinn fylltist á tveimur tímum. AFP

Adeline Yeo, listrænn stjórnandi, sagði mikil vonbrigði að hafa ekki getað fagnað með maka sínum frá Póllandi, sem neyddist til að fylgjast með úr fjarska þar sem hann sat á nálægu kaffihúsi.

Blaðamaður AFP áætlaði að um 8.000 manns hefðu verið mættir í garðinn þegar viðburðurinn hófst en garðurinn fylltist á um tveimur tímum.

Auk þess að banna útlendinga frá viðburðinum var erlendum fyrirtækjum bannað að styrkja hann. Yfirvöld í Singapúr hafa löngum sett sig upp á móti „erlendum afskiptum“ af innanríkisstjórnmálum sínum og hafa margoft verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum.

Kynlíf tveggja karlmanna er enn bannað með lögum í Singapúr en þeim er ekki fylgt eftir.

Stuðningur við réttindi hinsegin fólks hefur aukist mjög síðastliðin ár, …
Stuðningur við réttindi hinsegin fólks hefur aukist mjög síðastliðin ár, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna og aðfluttra. AFP
Fögnuðurinn endaði með ljósasýningu.
Fögnuðurinn endaði með ljósasýningu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert