Munu strax lýsa yfir sjálfstæði

Carles Puigdemont.
Carles Puigdemont. AFP

Leiðtogar Katalón­íu á Spáni hafa heitið því að þeir muni strax lýsa yfir sjálfstæði ef meirihluti styður sjálfstæði héraðsins frá Spáni í þjóðaratkvæðagreiðslu 1. október.

Car­les Puig­demont, leiðtogi Katalón­íu, segir að spurt verði í at­kvæðagreiðslunni: „Vilt þú að Katalón­ía verði sjálf­stætt lýðveldi?“

Spænsk stjórnvöld eru mótfallinn atkvæðagreiðslunni en aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa lengi haldið því fram að þeir ættu að slíta sig frá Spáni. Þeir hafa í mörg ár reynt að fá samþykki spænskra stjórn­valda fyr­ir at­kvæðagreiðslu á borð við þá sem fór fram í Skotlandi um sjálf­stæði frá Bret­um.

Þeir halda því fram að héraðið, sem inniheldur Barcelona, borgi meira til Madrídar en það fái til baka og græði því lítið á því að vera hluti af Spáni.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert