Eignast 3.474 afkomendur á 137 árum

Þinganes í Þórshöfn í Færeyjum.
Þinganes í Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Ómar

Færeyska erfðagreiningin, Ílegusavnið, hefur gert sérstaka skrá yfir alla þá Færeyinga sem átt hafa búsetu í Færeyjum fram til dagsins í dag. Alls eru 158.000 manns í skránni sem nær allt frá árinu 1100.

Greint er frá þessu á Kringvarpinu.

Segir þar að ýmissa grasa kenni í skránni. Meðal annars er nefnd sú staðreynd að 149.000 Færeyingar, af ofantöldum 158.000, eiga allir ættir sínar að rekja til sama manns.

Þá mun ein kona, sem átti sitt fyrsta barn árið 1880, eða fyrir réttum 137 árum, eiga í dag samtals 3.474 afkomendur.

Rætt er við Guðríði Andorsdóttur á Ílegusavninu í hljóðupptöku á vef Kringvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert