Ótrúlegt athæfi hlaupara

Putneybrú í London.
Putneybrú í London. Wikipedia

Lögreglan í London leitar skokkara sem sést á upptöku ýta við konu þannig að hún fellur og verður næstum því fyrir strætisvagni. Atvikið átti sér stað í maí en lögregla birti myndskeiðið í vikunni og óskar eftir upplýsingum um manninn.

Á myndskeiðinu sést maðurinn hlaupa eftir gangbraut á Putney brú í sömu átt og þegar hann mætir konu sést hann rétta út höndina og ýta við henni þannig að hún kastast fyrir strætisvagninn. Strætisvagnabílstjórinn sýnir mikið snarræði og sést sveigja til hliðar og var það konunni væntanlega til bjargar.

Tilkynning lögreglunnar

Atvikið átti sér stað snemma morguns 5. maí en þar sem ekki hefur tekist að bera kennsl á hlauparann ákvað lögreglan að birta myndskeiðið úr eftirlitsmyndavélum í vikunni. Hlauparinn hélt áfram að hlaupum sínum en um 15 mínútum síðar sneri hann til baka og þegar konan reyndi að ræða við hann þá þóttist hann ekki sjá hana og hélt áfram að hlaupa.

Konan slapp án teljandi áverka, segir í frétt Washington Post.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert