Þrír skotnir til bana í Kenía

Mótmælandi í Kenía kastar táragassprengju í átt að lögreglunni.
Mótmælandi í Kenía kastar táragassprengju í átt að lögreglunni. AFP

Þrjár manneskjur hafa verið skotnar til bana í Kenía eftir að mótmæli brutust út á nýjan leik vegna úrslita forsetakosninganna í landinu.

Níu ára barn er á meðal þeirra sem voru skotnir til bana á meðan á mótmælunum stóð. 

Uhuru Kenyatta náði endurkjöri sem forseti og í ræðu sinni hvatti hann til þess að andstæðingar sínir efndu ekki til ofbeldisfullra mótmæla.

Manni er veitt aðstoð eftir að hafa verið sagður laminn …
Manni er veitt aðstoð eftir að hafa verið sagður laminn af lögreglunni á meðan á mótmælum stóð í Nairobi. AFP

Mótmælendur áttu í átökum við lögregluna í fátækrahverfum höfuðborgarinnar Nairobi í nótt.

Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar  sem bauð sig fram gegn Kenyatta, hefur haldið því fram að átt hafi verið við niðurstöður kosninganna.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert