Íranska þingið styrkir eldflaugaverkefnið

Eldflaug skotið á loft í Íran fyrr á árinu.
Eldflaug skotið á loft í Íran fyrr á árinu. AFP

Íranska þingið hefur kosið að verja jafnvirði rúmlega 55 milljörðum íslenskra króna í að þróa eldflaugar og berjast gegn „ævintýramennsku“ og efnahagsþvingunum Bandaríkjanna, og um leið efla utanlandsaðgerðir byltingarvarðanna svonefndu.

„Bandaríkjamennirnir ættu að vita að þetta var okkar fyrsta aðgerð,“ sagði forseti þingsins, Ali Larijani, eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar voru ljós, en hann sagði hana vera til að „sporna gegn hryðjuverkum og djörfum aðgerðum Bandaríkjanna í heimshlutanum“.

Alls kusu 240 þingmenn með frumvarpinu af þeim 244 sem viðstaddir voru. Frumvarpið kemur í kjölfar nýrra efnahagsþvingana Bandaríkjanna gegn Íran, sem voru sagðar beinast að eldflaugaverkefni ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert