10 ára fórnarlamb nauðgunar fæðir barn

Indverskar konur taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn kynferðisofbeldi í landinu.
Indverskar konur taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn kynferðisofbeldi í landinu. AFP

Tíu ára indversk stúlka, sem Hæstiréttur Indlands neitaði fyrr í sumar um fóstureyðingu eftir að frændi hennar nauðgaði henni, hefur nú alið barnið. Ákvörðun réttarins var tek­in á þeim grund­velli að stúlk­an væri kom­in of langt á leið. 

BBC segir stúlkunni aldrei hafa verið greint frá því að hún væri ólétt, né heldur hefði hún vitneskju um að hún hefði alið barn. 

Fæðingin átti sér stað á ríkissjúkrahúsinu Chandigarh nú í morgun og er móður og barni sagt heilsast vel.

Hóp­ur lækna var feng­inn til þess að meta hvort ör­uggt væri fyr­ir stúlk­una að fara í fóst­ur­eyðingu er mál hennar fór fyrir dómstóla. Var niðurstaða lækn­anna að það væri „of áhættu­samt“ fyrir hana að fara í slíka aðgerð þar sem hún var þá kom­in 32 vik­ur á leið.

Upp komst að stúlk­an væri ólétt þegar for­eldr­ar henn­ar fóru með hana til lækn­is eft­ir að hún kvartaði und­an maga­verk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert