Þingmaður klæddist búrku í ástralska þinginu

Pauline Hanson formaður One Nation.
Pauline Hanson formaður One Nation. Ljósmynd/One Nation

Pauline Hanson, leiðtogi ástralska hægri öfgaflokksins One Nation, mætti í dag í þingsal íklædd búrku. Fatnaðinn segir BBC Hanson hafa valið sér í tilefni að því að ræða á frumvarp flokks hennar um að banna búrkur í Ástralíu.

George Brandis, dómsmálaráðherra Ástralíu, fordæmdi uppátæki Hanson og vítti hana fyrir að móðgun við vissa trúarhópa. „Nei, Hanson þingmaður við munum ekki banna búrkuna,“ sagði Brandis.

Hún fékk hins vegar standandi lófatak frá stjórnarandstöðuflokkunum í þinginu fyrir klæðnaðinn.

Frumvarpið um búrkubannið verður til umræðu í þinginu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert