Handtekinn eftir 22 ár á flótta

AFP

Maður sem strauk úr opnu fangelsi í Bretlandi fyrir 22 árum hefur nú verið handtekinn eftir að hafa reynt að komast um borð í Eurotunnel-lest frá Frakklandi til Bretlands.

Hinn 57 ára gamli Michael John Ashworth reyndi að komast um borð í lestina á brautarstöð í bænum Calais í Frakklandi, en hann hefur verið á flótta frá árinu 1995. 

Ashworth átti eftir að sitja inni í 18 mánuði þegar hann strauk úr HMP Sudbury-fangelsinu í Derbyshire í Bretlandi. Hafði hann fengið útivistarleyfi en kom ekki aftur á tilsettum tíma. 

Hann er nú í haldi lögreglu en verður leiddur fyrir dómara í dag.

Frétt Sky fréttastofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert