Líkamshlutinn ekki af manneskju

Rannsókn tæknideildar lögreglu leiddi í ljós að líkamshlutinn var af …
Rannsókn tæknideildar lögreglu leiddi í ljós að líkamshlutinn var af dýri. AFP

Líkamshlutinn sem fannst í sjónum fyrir utan Falsterbo í Svíþjóð í dag er ekki af manneskju. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Sænsku lögreglunni barst tilkynning frá almennum borgara um hádegi í dag um að eitthvað sem virtist vera líkamshluti lægi þar í sjónum.

Vöknuðu strax spurningar um hvort fundurinn tengdist láti sænsku blaðakonunnar Kim Wall.

Rannsókn tæknideildar sænsku lögreglunnar leiddi þó í ljós að svo væri ekki, heldur reyndist um dýraleifar að ræða.

Wall hvarf eft­ir að hafa farið í sigl­ingu með Peter Madsen, eig­anda kaf­báts­ins Nau­tilus­ar.

Á mánu­dag greindi lög­regl­an frá því að Madsen, sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi vegna and­láts Wall, hefði breytt framb­urði sín­um þegar hann kom fyr­ir dóm­ara en áður hafði hann haldið því fram að hann hefði sett Wall á land í Kaup­manna­höfn.

Þar kom fram að Wall hefði lát­ist af slys­för­um um borð og hann hent henni fyr­ir borð ein­hvers staðar í Køge-flóa. Síðdeg­is á mánu­dag fann hjól­reiðamaður líkhluta í sjón­um skammt frá Ama­ger er hann hjólaði meðfram strand­lengj­unni. Hann lét lög­reglu strax vita, líkið var aflimað, það er án höfuðs, fót­leggja og hand­leggja en rétt­ar­meina­fræðing­ar hafa staðfest að það sé af Kim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert