130 tonna fitu- og hreinlætisvörumassi

„Fitujakinn“ svakalegi telur um 130 tonn.
„Fitujakinn“ svakalegi telur um 130 tonn. Ljósmynd/Thames Water

Átta manna hópur vinnur nú að því sjö daga vikunnar að losa stíflu í frárennsliskerfi Lundúnarborgar. Um er að ræða svokallaðan „fitujaka“, eða „fatberg“, samkvæmt tilkynningu frá Thames Water; grjótharðan massa sem telur um 130 tonn.

Þyngd massans jafngildir ellefu tveggja hæða strætóum en hann samanstendur af steikingarfitu og hreinlætisvörum á borð við blautþurrkur. Fitujakinn situr fastur undir Whitechapel-hverfinu og er einn sá stærsti í sögu borgarinnar.

Massinn verður fjarlægður í pörtum en samkvæmt Thames Water eru um 20-30 tonn brotin af honum og flutt til endurvinnslu á hverjum degi. Ku verkið líkjast því að brjóta upp steinsteypu, svo massívur er fituklumpurinn.

Stíflur af völdum steikingarfitu og hreinlætisvörum verða um átta sinnum í viku í Lundúnarborg og segjast forsvarsmenn Thames Water verja um 1,3 milljónum punda á mánuði í að fjarlægja þær.

Fitujaki myndaðist síðast undir borginni árið 2013, en þá var um að ræða 15 tonna massa í Kingston. Þrjár vikur tók að fjarlægja þann fituklump, sem stíflaði kerfið algjörlega.

NPR sagði frá.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Glæsileg Honda Cr-v 2016
Glæsileg Honda Cr-v Executive Navi ekinn aðeins 9 þ. km. einn með öllu flottas...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...