Má ekki heita Fañch

AFP

Dómstóll í Frakklandi bannaði í dag pari að skíra barnið sitt nafninu Fañch á þeim forsendum að bókstafurinn „ñ“ samrýmdist hvorki frönskum lögum né franskri tungu.

Fram kemur í frétt AFP að parið, sem er frá Bretóníuskaga í Frakklandi, hafi viljað skíra drenginn sinn Fañch sem er hefðbundið nafn á svæðinu en íbúar þess eiga sitt eigið tungumál. Dómstólinn, sem er í bænum Quimper, hafi litið öðruvísi á málið.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þó það væri almennt í verkahring foreldra að gefa börnum sínum nöfn yrðu ákveðin takmörk að gilda í þeim efnum „þegar kemur að því að nota stafsetningu sem inniheldur tákn sem ekki eiga heima í franskri tungu.“

Enbættismaður í Quimper hafði áður neitað að rita nafnið Fañch á fæðingarvottorð drengsins en síðan skipt um skoðun nokkrum dögum síðar. Drengurinn fæddist í maí á þessu ári og hefur þegar fengið nafnskírteini og vegabréf með nafninu.

Faðir drengsins, Jean-Christophe Bernard, sagði að baráttunni væri alls ekki lokið. Sonur hans skyldi fá að bera þetta nafn. „Hvenær vitum við ekki. Við munum kanna í samráði við lögmann okkar og bæjarskrifstofuna hvað hægt er að gera.“

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...