Ók vörubíl á föður sinn

Feðgarnir hafa ekki talast við síðan 2010 vegna áralangra deilna ...
Feðgarnir hafa ekki talast við síðan 2010 vegna áralangra deilna en upp úr sauð í gær þegar sonur ók á föður sinn eftir að sá síðarnefndi hafði heimsótt tengdadóttur sína sem kallaði til lögreglu með árásarhnappi.

Maður á áttræðisaldri var fluttur þungt haldinn með þyrlu á Ullevål-sjúkrahúsið í Ósló í gærkvöldi eftir að sonur hans ók á hann á vörubíl í smábænum Ås í Akershus-fylki, skammt sunnan við höfuðborgina.

Sonurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur og er grunaður um tilraun til manndráps en neitar sök, eftir því sem Silje Stokken Uppheim í Austurumdæmi lögreglunnar segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK.

Feðgarnir hafa ekki talast við síðan árið 2010, útskýrði sonurinn þegar hann kom fyrir dómara, en dagblaðið VG hefur heimildir fyrir langvarandi deilum innan fjölskyldunnar og hefur það eftir sama viðmælanda hjá lögreglunni og NRK ræddi við, að nálgunarbönn hafi verið úrskurðuð milli aðila innan fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum en séu reyndar ekki í gildi lengur.

Hafa margoft kært föðurinn

Kveður svo rammt að deilum þessum að sonurinn og kona hans hafa árásarhnapp á heimili sínu en þau hafa margsinnis kært föðurinn fyrir líkamsárásir. Þegar faðirinn heimsótti tengdadóttur sína í gær greip hún til hnappsins og kom lögregla fljótlega á vettvang. Það var þegar lögreglan var að fara að sonurinn kom akandi á vörubíl sem hann notar starfs síns vegna.

Sonurinn segir svo frá að hann hafi séð föður sinn ásamt konu sinni úti á götu. Faðirinn hafi þá veifað einhverju áhaldi og komið hlaupandi á móti bílnum en hann hafi síðar frétt frá lögreglu að áhaldið hafi verið skófla. „Ég náði ekki að stoppa. Ég hef ekki talað við hann síðan 2010 og við höfum forðast hvor annan,“ útskýrði hann og bætti því við að hann hafi sveigt út af veginum til að forðast að aka á föður sinn sem hafi þá um leið beygt af leið sinni og orðið fyrir bílnum.

Faðirinn er úr lífshættu eftir því sem síðast fréttist en fjölskyldudeilurnar munu kosta son hans ákæru fyrir tilraun til manndráps og að líkindum sviptingu ökuleyfis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...