Tveir látnir eftir hnífaárás í Marseille

Saint-Charles lestarstöðin í Marseille.
Saint-Charles lestarstöðin í Marseille. AFP

Tveir eru látnir eftir hnífaárás á lestarstöð í Marseille í dag að því er greint er frá á fréttavef BBC. Lögregla er sögð hafa skotið árásarmanninn til bana.

Atburðurinn átti sér stað á St. Charles-lestarstöðinni í Marseille í Suður-Frakklandi og hefur lögregla hvatt fólk til að halda sig fjarri árásarstaðnum en öll lestarumferð um stöðina var stöðvuð í kjölfar árásarinnar.

Í Twitter-skilaboðum frá embætti ríkislögreglustjóra Frakklands segir að ástandið á lestarstöðinni sé orðið stöðugt og að árásarmaðurinn hafi verið felldur.

Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, hefur tilkynnt að hann sé á leiðinni á vettvang.

Franska dagblaðið Le Monde hefur eftir vitni sem var á vettvangi að árásarmaðurinn hafi hrópað „Allahu akbar“ er hann lét til skara skríða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka