Börnin líða fyrir matarskort og óeirðir

Venesúelabúar bíða í biðröð eftir að geta keypt matarpoka í …
Venesúelabúar bíða í biðröð eftir að geta keypt matarpoka í svo nefndum matardreifingamiðstöðvum (CLAP). Hver pakki kostar um 4 dollara og inniheldur helstu nauðsynjar á borð við hrísgrjón, pasta, hveiti, baunir, olíu, sykur og mjólk. AFP

Hinn átta ára gamli Jeremias og 3 ára systir hans Victoria, voru á leið í rúmið þegar gashylkjum var skotið inn um eldhúsgluggann á íbúð fjölskyldunnar. Fjölskyldan bjó í fjölbýlishúsi í bæ í nágrenni Caracas, höfuðborgar Venesúela, og þeir sem skutu gashylkinu inn um gluggann voru hermenn í leit að stjórnarandstæðingum sem höfðu tekið þátt í mótmælum gegn Nicolas Maduro forseta landsins.

Móðirin Gabriela, segir hermennina hafa ruðst inn í bygginguna og handtekið tugi ungmenna undir hrópum og fordæmingu íbúa hússins. Fjölskylda hennar faldi sig í fataskáp í íbúð sinni á meðan að þykkur reykurinn frá gashylkjunum fyllti íbúðina. Hermennirnir komu ekki inn til þeirra en fjölskyldan gat ekki sofið þessa nótt og íbúðin angaði lengi á eftir.

Börnin breyttust líka eftir þetta. Jeremia grét og bað um að fá að fara frá Venesúela og Victoria, sem áður hafði ekki hræðst neitt, var nú dauðhrædd í hvert skipti sem hún heyrði hávær hljóð.

Röðin eftir matarpökkunum er oft löng, en þeim er dreift …
Röðin eftir matarpökkunum er oft löng, en þeim er dreift á sex vikna fresti. Hver poki inniheldur helstu nauðsynjar á borð við hrísgrjón, pasta, hveiti, baunir, olíu, sykur og mjólk. AFP

Urðu að koma börnunum á brott

„Hún sagði: „Hermennirnir eru að ráðast á okkur“ og svo grét hún,“ sagði Gabriela. Ekki þurfti nú nema vöruflutningabíll að aka hjá, þrumuveðuveður að ganga yfir eða þungur munur að detta til að Victoria hrykki í kút. „Þetta var nóg fyrir okkur. Við urðum að koma börnunum á brott annars hefði þetta haft enn verri áhrif á þau andlega.“

Mánuði síðar seldi fjölskyldan þær eigur sem hún gat komið í verð, pakkaði restinni niður í þrjár ferðatöskur og flúði frá Venesúela í rútu og 250 dollara í vasanum.  Gabriela óttast að flótti þeirra hafi afleiðingar og vill því ekki að Reuters gefi upp eftirnafn fjölskyldunnar, né hvar þau búi í dag.

Jermia og Victoria eru ekki einu börnin sem hafa skaðast af ástandinu í Venesúela. Nýleg skýrsla OPEC bendir til þess að ástand efnahags- og stjórnmála í landinu hafi verulega slæm áhrif á andlega líðan ungmenna.

Mótmæli, ofbeldi á götum úti og verulegur matarskortur eru meðal þess sem Reuters segir hafa slæm áhrif á börnin.

Ungur drengur tekur hér þátt í mótmælum gegn stjórn Nicolasar …
Ungur drengur tekur hér þátt í mótmælum gegn stjórn Nicolasar Maduros. Oft kemur til átaka gegn mótmelendum og lögrelgu eða her og fara börnin ekki varhluta af þeirri spennu sem ríkir. AFP

Neydd til að hugsa um að lifa af

Engin nýleg gögn eru til þar sem sálfræðileg áhrif ástandsins eru könnuð, en þeir kennarar, sálfræðingar, mannréttindasérfræðingar og foreldrar sem Reuters ræddi við sögðu áhrifin veruleg.

„Börnin, allt frá unga aldri, eru neydd til að hugsa um að lifa af,“ segir  sálfræðingurinn Abel Saraiba sem starfar fyrir Cecodap, barnaverndarsamtök í Caracas. Hann segir helming skjólstæðinga sinna hafa einkenni sem megi rekja beint til efnahags- og stjórnmálakreppunnar.

Við þessar aðstæður séu börn líklegri til að finna fyrir kvíða, árásargirni og þunglyndi, auk þess sem þau geti átt erfiðar með að mynda tengsl jafnaldra sína af því að þau upplifa sem heiminn sem fjandsamlegann.

Maduro segir stjórnarandstöðuna bera ábyrgð á málinu með mótmælafundum þar sem oft kemur til átaka milli mótmælenda og hersins. Stjórn sín hafi gert meira fyrir börn en fyrri ríkisstjórni segir í yfirlýsingu Maduros, sem vísar máli sínu til stuðnings til stofnunnar æskulýðslúðrasveita, íþróttaviðburða og sumarleyfisbúða.

Marbella Nino með nýfæddu barni sínu á sjúkrahúsi í Kólumbíu. …
Marbella Nino með nýfæddu barni sínu á sjúkrahúsi í Kólumbíu. Líkt og fleiri venesúelskar konur flúði hún úr landi til að eiga barn sitt, vegna skorts á lyfjum og matvælum í Venesúela. AFP

Leikurinn snýst um að finna mat

Matarskorturinn er álagið á flestar fátækari fjölkyldur landsins og getur verðið á kílói af hrísgrjónum numið allt að 20% af mánaðarlaunum einnar fjölskyldu.

Sumir foreldrar geta ekki annað en tekið  börnin með sér í biðröðina í matvöruverslunum, jafnvel þó að hætta sé á að það komi til átaka. Aðrir neyðast jafnvel til að senda börnin í vinnu eða láta þau betla. Að sögn þeirra foreldra sem Reuters ræddi við þá snúast leikir barna í Venesúela nú  m.a. um að finna mat í matvöruverslunum.

Í verstu tilfelllunum þjást börnin af næringaskorti og sjúkdómum.

Lögreglumenn fylgjast með mótmælendum á götum Caracas, en matarskortur á …
Lögreglumenn fylgjast með mótmælendum á götum Caracas, en matarskortur á ekki hvað síst þátt í síendurteknum mótmælaaðgerðum. AFP

„Mamma, hvenær kemur matarkassinn?“

Í Petare fátækrahverfinu í Caracas sinnir Victor Cordova þremur störfum á meðan að  Yennifer kona hans sinnir fjórum börnum þeirra. Hún segir dætur þeirra þrjár stundum vekja sig um miðja nótt til að biðja um mat og spyrja þá hvenær matargjöfin frá stjórnvöldum komi. „Þær eru alltaf að spyrja mig: „Mamma hvenær kemur matarkassinn? Verður mjólk í matarkassanum?“ Ég get ekki fengið þær til að hætta að hugsa um þetta,“ segir Yennifer.

„Ég segi þeim að þær séu of ungar til að hafa áhyggjur af þessu og að þær eigi að hugsa um skólann, en þær eru eins og litlir svampar. Þær drekka allt í sig.“   

Bókarinn Suset Gutierrez segir sonum sínum að skothljóð sem berast á kvöldin frá nágrannabænum Ciudad Guayana  séu flugeldar og dekk að springa.

„Ég verð að breyta sögunni af því að þeir vilja að ég segi þeim frá hátíðarhöldunum,“ segir Gutierrez og bætir við að þeir spyrji einnig hvers vegna ekki sé lengur til mjólk eða pasta.

„Ég bjó til þá sögu að kýrnar hefðu orðið veikar og að úrhellisrigning í öðrum löndum þýði að það sé ekki til neitt hveiti.“

Mótmælendur reisa hendur á loft frammi fyrir óeirðalögreglu í Caracas. …
Mótmælendur reisa hendur á loft frammi fyrir óeirðalögreglu í Caracas. Oft hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu undanfarna mánuði. JUAN BARRETO

Fer að gráta við tilhugsunina um að snúa til baka

Gabriela og maður hennar hafa fundið vinnu í nýja heimalandi sínu. Hún starfar við blómasölu og hann á kaffihúsi. Hún segir heilsu barnanna fara stöðugt batnandi og þegar efnahagur þeirra verður betri þá ætlar hún með börnin til sálfræðings.

 „Þau eru hamingjusöm og sá eldri segir við mig: „Sjáðu það er til nammi hérna“,“ segir Gabriela og hlær. „En ef einhver minnist á möguleikann á að snúa aftur til Venesúela þá fer hann að gráta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert