11 gripnir með gull í endaþarminum

Gullstangirnar eru í laginu eins og litlar rafhlöður og þeim …
Gullstangirnar eru í laginu eins og litlar rafhlöður og þeim pakkað inn í plast til að auðvelda innsetningu. AFP

Gullsmyglarar á Indlandi eru farnir að grípa til örþrifaráða til að koma gullstöngum framhjá tollvörðum. Þetta segja yfirvöld í landinu, eftir að hafa gripið tólf einstaklinga með gullstangir í endaþarminum fyrir skömmu.

Notkun gulls er einna mest í heiminum á Indlandi og smygl hefur aukist eftir að tollar voru hækkaðir á þennan verðmæta málm árið 2013. Gullið er mikið notað við trúaráhátíðir og brúðkaup í landinu og er eftirspurnin mest seinni hluta árs.

Tollgæslan fékk ábendingum um hóp burðardýra á leið frá Sri Lanka til Madurai á dögunum. Um var að ræða ellefu einstaklega sem hver um sig hafði komið fyrir gullstöngum, frá 32 grömmum upp 50 grömm, í endaþarmi sínum. 17 aðrir höfðu falið gullstangir í farangri sínum, að fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar.

„Það virðist sem þessi smyglaðferð hafi orðið að vinsæl á síðustu sjö til átta mánuðum. Þar sem ekki er um að ræða stórar gullstangir, er auðveldra að fela þær svona,“ segir indverskur tollvörður í samtali við AFP.

Gullstangirnar eru pakkaðar inn í plast og eru í laginu eins og litlar rafhlöður til að auðvelt sé að koma þeim fyrir og fjarlægja. „Þeim er komið fyrir rétt fyrir flugtak og þær svo teknar út meðan á fluginu stendur til að koma í veg fyrir óþægindi. Rétt fyrir lendingu er þeim svo komið fyrir aftur,“ sagði tollvörðurinn jafnframt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert