23 látnir í Kaliforníu

Slökkviliðsmenn alls staðar að úr Bandaríkjunum taka þátt í slökkvistarfinu í Kaliforníu en staðfest hefur verið að 23 eru látnir. 285 er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín í skógareldum sem þar geisa.

„Þetta er alvarlegt, tvísýnt og skelfilegt,“ segir slökkviliðsstjóri Kaliforníu, Ken Pimlott, við fréttamenn. „Við munum ekki koma út úr skóglendinu fyrr en eftir marga daga,“ bætti hann við.

Pimlott segir að mjög hafi bætt í vind í gær og þar sem miklir þurrkar eru á svæðinu hafi eldurinn blossað upp á nýjum stöðum. Fimm ára þurrkatímabil er talið helsta skýringin á því hvernig ástandið er og hversu eldfimt ástandið er. 

Óttast er að mun fleiri séu látnir en heilu hverfin í einhverjum borgum og bæjum hafa þurrkast út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert