37 látnir í flóðum og aurskriðum

Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna.
Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. AFP

Yfirvöld í Víetnam segja að 37 manns hafi látist í flóðum og aurskriðum í kjölfar mikilla rigninga í landinu. Að minnsta kosti 40 er saknað og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín, en hitabeltislægð gengur nú yfir mið- og norðurhluta Víetnam. BBC greinir frá.

Blaðamaður sem var að fjalla um flóðin er meðal þeirra sem saknað er, en hann hvarf í vatnselginn eftir að brú sem hann stóð á hrundi.

Tvö héröð í norðurhluta landsins hafa orðið verst úti, Yen Bai og Hoa Binch. Þar hafa orðið margar aurskriður sem hafa hrifið heimili fólks með sér og kostað fjölmarga lífið.

Hundruð víetnamskra hermanna sinna nú björgunar- og leitarstörfum, en yfirvöld hafa gefið út að allt kapp verði lagt á að leita af þeim sem saknað er.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ónotaðir Nike hlaupaskór í stærð 42
Til sölu ónotaðir Nike hlaupaskór með innanfótar styrkingu. Stærð EUR 42, US 10...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...