Búa sig undir það versta

Ophelia.
Ophelia. AFP

Kennsla fellur niður í átta sýslum á Írlandi á morgun vegna fellibyljarins Opheliu sem stefnir til Bretlandseyja. Almannavarnir á Írlandi vara við því að stormurinn verði sá versti þar í landi í meira en hálfa öld. 

Samkvæmt upplýsingum frá WOW er ekki útlit fyrir að veðrið muni hafa áhrif á áætlunarflug félagsins til og frá Dublin á morgun. Hins vegar geti það haft einhver áhrif á flug félagsins til og frá Cork. Ekki er hægt að staðfesta það á þessari stundu en WOW air er í sambandi við flugvallaryfirvöld í Cork og eins er fylgst grannt með veðurspánni.

Írsk skólayfirvöld greindu frá því í dag að kennsla falli niður í öllum skólum á því svæði sem rauð viðvörun hefur verið gefin út á. Þær sýslur (svæði) sem eru á rauðu viðbúnaðarstigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, eru Wexford, Galway, Mayo, Clare, Cork, Kerry, Limerick og Waterford. 

Á fundi almannavarna í Dublin í morgun var farið yfir það til hvaða aðgerða yrði gripið en von er á fellibylnum að vesturströnd Írlands í fyrramálið. 

Seán Hogan, framkvæmdastjóri landsambands slökkviliða, segir í samtali við Irish Times, að allir landsmenn verði að búa sig undir það sem sé væntanlegt á morgun. 

Búast megi við svipuðum aðstæðum og þegar fellibylurinn Debbie reið yfir Írland árið 1961. Þá létust 11 manns. 

<span>Ophelia er nú á leið frá Azoreyjum yfir Atlantshafið og er fyrsta stigs fellibylur en vindhraðinn nú er rúmir 40 metrar á sekúndu.</span>

<strong><a href="https://www.irishtimes.com/news/environment/hurricane-ophelia-schools-in-eight-counties-to-close-in-face-of-worst-storm-in-more-than-50-years-1.3256472?mode=amp" target="_blank">Irish Times</a></strong>

<a href="http://www.bbc.com/news/uk-41627442" target="_blank"><strong>BBC</strong></a>

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert