Nýjar ásakanir til rannsóknar hjá lögreglu

Leikkonan Lysette Anthony.
Leikkonan Lysette Anthony. AFP

Þrjú mál tengd bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein hafa bæst við í Bretlandi og eru þau öll til rannsóknar hjá lögreglunni í London. Samkvæmt heimildum BBC er Weinstein sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart þremur konum þar í borg,

Eitt málanna er síðan á níunda áratug síðustu aldar en þar sakar kona Weinstein um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Önnur kona sakar Weinstein um hafa beit sig kynferðislegu ofbeldi í Westminster á árunum 2010 og 2011. Jafnframt hafi hann ráðist á hana í Camden árið 2015.

Í gær sakaði breska leikkonan Lysette Anthony hann um að hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 

Lögreglan í New York rannsakar einnig ásakanir á hendur Weinstein um kynferðislegt ofbeldi.  Á þriðja tug kvenna, þar á meðal leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert