„Lygafréttir“ er orð ársins

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur oftsinnis notað orðið lygafrétt á Twitter.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur oftsinnis notað orðið lygafrétt á Twitter.

Forseti Bandaríkjanna hefur kvartað sáran undan því að fjölmiðlar búi til fréttir um hann, fari með rangt mál, ýki og skrumskæli. „FAKE NEWS,“ hefur hann ítrekað hrópað á Twitter. Orð ársins samkvæmt orðabókarútgefandanum Collins er „lygafréttir“.

Orðið lygafrétt (fake news) hefur verið notað í ótal fyrirsögnum fréttamiðla á árinu sem er að líða. Samkvæmt frétt BBC hefur notkun á því aukist um 365% milli ára. Það eru því fleiri en Donald Trump sem halda upp á það.

Collins skilgreinir „lygafrétt“ með þessum hætti: Nafnorð. Lygar, oft í æsifréttastíl, upplýsingar dulbúnar sem fréttir.

Þetta er fimmta árið í röð sem Collins velur orð ársins. Í fyrra var það „Brexit“ sem hlaut titilinn. Í ár komu orð eins og „Insta“ sem stytting á Instagram og „fidget spinner“ sem á íslensku er stundum kallað þyrilsnælda, einnig til greina. 

Í frétt BBC er haft eftir Helen Newstead, yfirmanni hjá Collins, að orðið „lygafrétt“ geti verið notað sem staðreynd um sannarlega falska frétt en einnig sem ásökun um slíkt í þeim tilgangi að grafa undan trausti almennings á fjölmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert