Líklega kjarnorkuslys sem enginn kannast við

Kjarnorkuverksmiðja. Mynd úr safni.
Kjarnorkuverksmiðja. Mynd úr safni. AFP

Geislavirkt ský breiddi úr sér yfir Evrópu á síðustu vikum. Það bendir til þess að slys hafi orðið í kjarnorkuverksmiðju í Rússlandi eða Kasakstan síðustu vikurnar í september. Þetta segir franska kjarnorkuöryggisstofnunin IRSN. Rússnesk yfirvöld kannast ekki við slíkt. Guardian greinir frá. 

Slysið hefur hvorki haft áhrif á heilsu fólks né umhverfið. Slysið hefur líklega orðið í geislavirkum kjarnaofni, í miðstöð fyrir geislavirk lyf eða þar sem unnið er með geislavirkt eldsneyti. 

IRSN hefur ekki náð að staðsetja nákvæmlega hvar mögulegt slys hafi orðið en byggt á veðurkerfi og vindátt er líklegast að atvikið hafi átt sér stað á milli Suður-Úralfjalla og árinnar Volgu. Spjótin beinast því að Rússlandi eða Kasakstan.    

„Rússnesk yfirvöld hafa greint frá því að þau viti ekki til þess að slíkt slys hafi orðið á þeirra landsvæði,“ segir Jean-Marc Peres, forstjóri IRSN. Ekki hefur náðst samband við Kasakstan til að kanna stöðuna þar.  

Hátt hlutfall af geislavirka efninu ruthenium-106 hefur greinst víða í Evrópu. Efnið finnst ekki í náttúrunni. Líftími efnisins er um hálft ár en það er notað til dæmis í krabbameinsmeðferð við augnkrabbameini hjá fólki. Það getur einnig losnað þegar kjarnaklofið eldsneyti er endurunnið.

Rússnesk yfirvöld kannast ekki við að það hafi orðið kjarnorkuslys ...
Rússnesk yfirvöld kannast ekki við að það hafi orðið kjarnorkuslys í verksmiðjum þeirra. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...