Sakar Seagal um áreitni

Portia de Rossi og Steven Seagal.
Portia de Rossi og Steven Seagal. AFP

Leikkonan Portia de Rossi hefur stigið fram og sakað leikarann og framleiðandann Steven Seagal um að hafa áreitt sig kynferðislega. Fimm konur hafa síðan sakað bandaríska grínistann Louis CK um ósæmilega hegðun. Fjallað er um þetta á vef BBC en New York Times greindi frá ásökunum gagnvart Louis CK í gær.

Portia de Rossi, sem meðal annars lék í The Arrested Development og er gift þáttastjórnandanum Ellen DeGeneres, greindi frá ásökunum á hendur Seagal á Twitter á miðvikudagskvöldið.

Hún segir að við áheyrnarprófanir hafi Seagal tjáð henni að það væri mikilvægt að ná góðum tengslum utan hvíta tjaldsins og renndi niður buxnaklaufinni. Umboðsmaður Seagal segir að leikarinn hafi ekkert um málið að segja.

Seagal, sem er 65 ára gamall, er helst þekktur fyrir leik í hasarmyndum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Má þar nefna myndir eins og Under Siege og Flight of Fury. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, veitti honum rússneskan ríkisborgararétt í fyrra.

BBC

Nokkrar aðrar konur hafa stigið fram og sakað Seagal um óviðeigandi hegðun. Þeirra á meðal eru leikkonan Julianna Margulies og fyrirsætan Jenny McCarthy.

Louis CK.
Louis CK. Wikipedia/David Shankbone

Frumsýningu á nýrri kvikmynd Louis CK hefur verið frestað aðeins nokkrum klukkustundum áður en hún átti að hefjast vegna ásakana fimm kvenna í hans garð. Fjórar þeirra segja í viðtali við New York Times að hann hafi fróað sér fyrir framan þær og sú fimmta segir að hann hafi beðið um að fá að fróa sér fyrir framan hana.

Á vef BBC kemur fram að dreifingaraðili kvikmyndar hans, I Love You, Daddy, segi að verið sé að endurskoða sýningar á myndinni. 

Fjórar kvennanna eru einnig grínistar en þær heita Dana Min Goodman, Julia Wolov, Rebecca Corry og Abby Schachner en sú fimmta hefur ekki viljað koma fram undir nafni.

Þær Goodman og Wolov segja að Louis CK hafi berháttað og fróað sér fyrir framan þær. Þetta hafi gerst inni á hótelherbergi hans en hann bauð þeim upp á herbergi á grínhátíð í Aspen í Colorado árið 2002.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Armbönd
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...