Tugir þúsunda þjóðernissinna á götum Varsjár

AFP

Tugir þúsunda þjóðernissinna héldu út á götur Varsjár á þjóðhátíðardegi Póllands þar sem þeir köstuðu reyksprengjum og héldu uppi borðum með slagorðum eins og „Hvít Evrópa bræðraþjóða.“

Pólska lögreglan áætlar að um 60 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni. Sumir hrópuðu „Guð, heiður, land“ og „dýrð sé hetjum okkar“ en aðrir „hreint Pólland, hvítt Pólland“ og „flóttamenn burt“.

Ríkisútvarpið TVP kallaði viðburðinn „mikilfenglega göngu föðurlandsvina“. Þá fór Mariusz Blaszczak einnig fögrum orðum um gönguna. 

„Þetta var fögur sýn,“ sagði Blaszczak. „Við erum stolt af því að svo margir Pólverjar hafi ákveðið að taka þátt í því að fagna þjóðhátíðardeginum.“

Nánar er greint frá göngunni á fréttavef The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert