Ungliðarnir vilja að forsetinn segi af sér

AFP

Ungliðahreyfing ZANU-PF, stjórnarflokksins í Simbabve, krafðist í dag afsagnar Roberts Mugabes, forseta landsins, og jafnframt að honum og konu hans, Grace, verði gert að yfirgefa flokkinn. Ungliðahreyfingin er mjög áhrifamikil og setur þetta því enn meiri pressu á að hinn þaulsætni leiðtogi segi af sér. AFP-fréttastofan greinir frá.

Muga­be, sem er 93 og hef­ur farið með völd í land­inu frá því að það fékk sjálfs­stjórn frá Bret­um árið 1980, var hneppt­ur í stofufang­elsi í vik­unni eft­ir að her­inn tók yfir völd í land­inu.

Ungliðahreyfingin hefur verið mjög hliðholl Mugabe en frá því að herinn tók völd í landinu í síðustu viku hefur hreyfingin sagt að hann eigi að segja af sér svo hann geti hvílt sig.

Til stendur að liðsmenn stjórnarflokksins hittist í dag og ræði það hvort Mugabe verði steypt af stóli, en í gær söfnuðust tugir þúsunda borgara í Harare, höfuðborg Simbabve, saman á götum úti og kröfðust afsagnar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert