Vonir um að finna kafbátinn vakna

Ekkert samband hefur náðst við bátinn frá því á miðvikudag.
Ekkert samband hefur náðst við bátinn frá því á miðvikudag. AFP

Vonir um um að finna argentínskan kafbát með 44 manna áhöfn innanborðs hafa nú vaknað eftir að bandaríski sjóherinn telur sig hafa numið merki sem gæti hafa verið neyðarkall frá bátnum. Ekkert samband hefur þó náðst við kafbátinn í fjóra daga. AFP-fréttastofan greinir frá.

Báturinn, San Juan, virðist hafa gefið frá sér nokkur merki en ekkert þeirra þó nógu sterkt til að staðsetja bátinn, en reynt er að vinna með þær upplýsingar sem þó hafa fengist.

Bandaríski herinn hefur nú sent af stað flugvél til að taka þátt í leitinni að bátnum og lendir hún í Argentínu síðar í dag, en alþjóðlegar björgunarsveitir hafa tekið þátt í leitinni að kafbátnum ásamt heimamönnum.

Kaf­bát­ur­inn var á leið frá Us­huaia, sem er syðsti odd­i Suður-Am­er­íku, og í her­stöðina við Mar del Plata, sem er suður af Bu­enos Aires.

Sterk­ir vind­ar og mik­ill öldu­gang­ur gerar leit­ina erfiðari, en talið er að sam­skipta­leysi við kaf­bát­inn mætti rekja til raf­magns­leys­is. Vinnu­regl­ur sjó­hers­ins kveða á um að tap­ist sam­skipti eigi kaf­bát­ar að koma upp á yf­ir­borðið og er því búist við að báturinn sé á yfirborðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert