Barnið látið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Nýfætt barn sem var fyrir mistök úrskurðað látið af læknum á sjúkrahúsi í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, er látið en í ljós hafði komið að það var á lífi þegar foreldrar þess voru á leið í útför barnsins. 

Læknar á Max einkasjúkrahúsinu úrskurðuðu barnið látið nokkrum klukkustundum eftir að tvíburi þess fæddist andvana 30. nóvember eftir 22 vikna meðgöngu.

Þegar foreldrarnir voru á leið til útfararinnar með barnið í plastpoka urðu þau vör við hreyfingu í pokanum. Fóru þau strax með það á næsta sjúkrahús þar sem kom í ljós að það var á lífi. 

Mikil umræða fór af stað í Indlandi um gæði einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í landinu en í mörgum tilvikum greiðir fólk himinháar fjárhæðir fyrir hana. Læknarnir tveir voru í kjölfarið reknir frá störfum og er unnið að rannsókn á málinu af hálfu stjórnvalda.

Heilbrigðisráðherrann,Satyender Jain, hefur sagt að sjúkrahúsið muni missa starfsleyfi sitt ef í ljós kemur að það hafi gerst sekt um vanrækslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert