Hafa völd sem enginn ætti að hafa

Beatrice Fihn, formaður ICAN, tekur við friðarverðlaunum Nóbels.
Beatrice Fihn, formaður ICAN, tekur við friðarverðlaunum Nóbels. AFP

Fulltrúar samtakanna ICAN sem fá friðarverðlaun Nóbels í ár vöruðu af því tilefni við gríðarlega hættulegum aðstæðum í Norður-Kóreu kömmu áður en þeir tóku við verðlaununum í Ósló, höfuðborg Noregs. 

Samtökin berjast fyrir eyðingu kjarnorkuvopna í heiminum. Formaður ICAN, Beatrice Fihn, sagði við fjölmiðla að ef fólk hefði áhyggjur af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði aðgang að kjarnorkuvopnum eða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þá væri það væntanlega vegna þess að fólk gerði sér grein fyrir því að ekki væri nóg að fæla aðeins þjóðarleiðtoga frá því að beita slíkum vopnum. Ekki væri hægt að treysta því að það myndi alltaf virka.

Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu væru mannlegir eins og aðrir en hefðu völd til þess að tortíma heiminum, völd sem enginn ætti að hafa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert