4 börn látin eftir árekstur í Frakklandi

Google

Að minnsta kosti fjögur börn eru látin og 24 eru alvarlega slasaðir eftir að skólabíll varð fyrir lest í nágrenni bæjarins Perpignan í suðurhluta Frakklands í dag. Börnin sem voru í skólabílnum eru á aldrinum 13 til 17 ára, en bílinn var að keyra þau heim úr skólanum þegar slysið varð. BBC greinir frá.

Talið er að bílinn hafi verið á um 80 kílómetra hraða þegar áreksturinn varð, en myndir af vettvangi sýna að skólabíllinn hefur farið í tvennt við áreksturinn.

Um sjötíu slökkviliðsmenn, sjúkrabílar og fjórar þyrlur var kallað á vettvang.

Kona sem var í lestinni sagði í samtali við BBC að höggið hefði verið mjög mikið þegar lestin lenti á skólabílnum og það virtist sem lestin myndi fara út af sporinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert