Reyndi að aka í gegnum öryggishlið

Um 3.200 hermenn eru í herstöðinni.
Um 3.200 hermenn eru í herstöðinni. Skjáskot/Google Maps

Karlmaður, sem reyndi að aka í gegnum öryggishlið að herstöð bandaríska lofthersins í Suffolk í Bretlandi í dag, var handtekinn. Starfsmenn í herstöðinni skutu á bíl mannsins. Hann varð ekki fyrir skoti en hlaut minniháttar meiðsl og er nú í haldi lögreglunnar í Suffolk.

Herstöðinni var lokað um tíma vegna óvissuástands sem skapaðist í kringum atvikið. Var fólk hvatt til að halda sig fjarri þar til ástandið var tryggt, að því er segir í frétt BBC.

Um 3.200 hermenn starfa á vellinum og um 400 óbreyttir starfsmenn.

Til hefur staðið að færa starfsemina til Þýskalands en þeim flutningi var í september frestað til ársins 2024.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert