Þjóðaratkvæði áfram á borðinu

AFP

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Ítalíu, Fimmstjörnuhreyfingin, segir enn koma til greina af hálfu flokksins að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í landinu hvort það verði áfram hluti af evrusvæðinu. Stefnumálið hafi ekki verið lagt alfarið á hilluna.

Haft er eftir leiðtoga Fimmstjörnuhreyfingarinnar, Luigi Di Maio, að hvort áfram verði kallað eftir því að þjóðaratkvæði um evruna fari fram á Ítalíu sé háð því hvort komið verði á nauðsynlegum umbótum að mati flokksins innan evrusvæðisins eða ekki.

„Ef við náum árangri breytist Evrópusambandið og við munum ekki þurfa á þjóðaratkvæði um evruna að halda. Að öðrum kosti munum við spyrja ítalska kjósendur hvort þeir vilja vera áfram [innan evrusvæðisins] eða ekki.“

Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert