Segir af sér vegna ásakana

Trond Giske er fyrrverandi ráðherra og starfandi þingmaður Verkamannaflokksins í …
Trond Giske er fyrrverandi ráðherra og starfandi þingmaður Verkamannaflokksins í Noregi. Ljósmynd/Wikipedia

Trond Giske hefur sagt af sér sem varaformaður norska Verkamannaflokksins í kjölfar ásakana um að hann hefði áreitt ungar konur kynferðislega.

Fram kemur í frétt AFP að málið þyki vandræðalegt fyrir Verkamannaflokkinn sem hafi skipað sér í fremstu röð í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi. 

Ekki hafi verið opninberað í hverju áreitnin hafi falist en ein kona hafi á föstudaginn sagt að hann hefði króað hana af við vegg og kysst hana í Nýju-Delí á Indlandi 2010 þegar hann var viðskiptaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert