Clinton: Hefði átt að reka hann

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. AFP

Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi demókrata, viðurkennir að hún hefði átt að reka ráðgjafa sem var sakaður um kynferðislega áreitni en hann var ráðgjafi hennar hún sóttist eftir tilnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2008.

Kosningastjóri Clinton lagði til, eftir að ung kona sem starfaði við framboðið kvartaði undan áreitni af hálfu Burn Strider, að hann yrði rekinn en Clinton fór ekki að ráðleggingum hans. 

Þess í stað var Burns Strider á launaskrá áfram í nokkrar vikur og ráðlagt að sækja sér ráðgjöf. Hann var ekki rekinn frá framboðinu síðar eftir að vera sakaður um áreitni að nýju. Unga konan sem kvartaði yfir Strider í fyrstu var aftur á móti færð til í starfi.

Strider hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar sem fyrst var fjallað um í New York Times fyrir nokkrum dögum.

Clinton birti yfirlýsingu um málið nokkrum mínútum áður en Donald Trump forseti Bandaríkjanna flutti stefnuræðu sína í nótt. Hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort hún hafi ætlað sér að fela afsökunarbeiðnina í fjölmiðlaumfjöllun um stefnuræðuna.

Clinton segir meðal annars á Facebook að hún hafi verið spurð að því hvers vegna hún hafi látið starfsmann halda starfi sínu þrátt fyrir óviðeigandi hegðun á vinnustaðnum. Stutta svarið er: „Ef ég stæði frammi fyrir þessu aftur þá myndi ég ekki gera það.“

Hún segir að hún hafi ekki talið að brottvikning væri besta lausnin á vandamálinu.  „Það þurfti að refsa honum, breyta hegðun hans og fá hann til þess að skilja hvers vegna hegðun hans var röng. Unga konan varð að upplifa sig örugga. Ég hélt að það gæti gerst án þess að hann missti vinnuna.“

Frétt New York Times

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert