Fögnuðu sigrinum í Stalíngrad

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í borginni Volgograd í dag.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í borginni Volgograd í dag. AFP

Rússar fögnuðu því í dag að 75 ár eru liðin frá því að Sovétríkin sigruðu í orrustunni um borgina Stalíngrad í síðari heimsstyrjöldinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heimsótti borgina, sem nú ber nafnið Volgograd, í dag af þessu tilefni.

Hersýning var haldin í Volgograd með þátttöku 1.500 hermanna auk brynvagna og orrustuþota. Fjöldi fólks fylgdist með hátíðarhöldunum þátt fyrir frosthörkur. Orrustan stóð yfir frá 1942-1943 og er ein sú blóðugasta í sögunni.

AFP

Ósigurinn var mikið áfall fyrir þýska nasista en Rússar fagna því að með sigrinum hafi Evrópu verið bjargað frá nasistaleiðtoganum Adolf Hitler. Hvatti Pútin áheyrendur til þess að taka forfeður sína sér til fyrirmyndar sem varið hefðu borgina.

Pútín sagði orrustuna einsdæmi í sögunni en samstaða Sovétmanna og viljinn til að fórna lífi sínu hafi verið ósigrandi. Verjendur Stalíngrads hafi veitt það fordæmi að elska föðurlandið og verja hagsmuni þess og sjálfstæði og sýna styrk í öllum aðstæðum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert