Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk

Öryggissveit sænsku lögreglunnar segir rannsókn en í gangi og ekki …
Öryggissveit sænsku lögreglunnar segir rannsókn en í gangi og ekki hægt að útiloka fleiri aðgerðir og handtökur. AFP

Þrír menn eru í haldi lögreglunnar í Svíþjóð undir grun um að undirbúa hryðjuverkaárásir. Mennirnir voru handteknir eftir aðgerðir lögreglu í Stokkhólmi og Strömsundi í morgun, samkvæmt Expressen

Lögreglan í Svíþjóð ruddist inní íbúð í Akalla í Stokkhólmi um klukkan hálf fimm í morgun að staðartíma og voru tveir menn handteknir. Um klukkan 10 fór Öryggissveit lögreglunnar inn í byggingu þar sem moskan í Strömsund er til húsa og var einn handtekinn þar.

Samkvæmt heimildum Expressen eru mennirnir þrír, sem eru í haldi lögreglu, allir frá Úsbekistan. Sænska fréttaveitan TT segist hafa heimildir fyrir því að einn þeirra handteknu hafi verið í samskiptum við Rakhman Akilov. Akilov, sem upphaflega er frá Úsbekistan, framdi hryðjuverk í Stokkhólmi 7. apríl 2017 þegar hann stal og ók vörubíl niður Drottningargötu með þeim afleiðingum að 5 létust og 14 voru særðir.

Talsmaður Öryggissveitar lögreglunnar í Svíþjóð, Karl Melin, segir að fleiri einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og þar sem rannsókn er yfirstandandi er ekki hægt að útiloka að gripið verði til frekari aðgerða og að fleiri verði handteknir.

Strömsund þar sem einn var handtekinn er um 600 kílómetra …
Strömsund þar sem einn var handtekinn er um 600 kílómetra norður fyrir Stokkhólm Kort/Google
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert