Myrti þann fjórða kvöldið áður

Lögreglan stýrir umferð skömmu eftir árásir gærdagsins.
Lögreglan stýrir umferð skömmu eftir árásir gærdagsins. AFP

Maðurinn sem myrti þrjá í Liè­ge í Belgíu framdi annað morð kvöldið áður en hann réðst á tvær lögreglukonur og skaut þær til bana auk þess sem hann skaut 22 ára gamlan saklausan borgara í gær.

Fram kemur á vef BBC  að innanríkisráðherra Belgíu hafi staðfest þetta.

Ráðherrann, Jan Jambon, segir að byssumaðurinn, Benjamin Herman, hafi myrt fyrrverandi samfanga sinn kvöldið áður. Heimildir herma að fórnarlambið hafi verið hinn 30 ára gamli Michael Wilmet, dæmdur fíkniefnasali. Hann fannst þar sem hann hafði verið barinn til bana með hamri.

Saksóknarar segja að farið sé með málin sem „morð hryðjuverkamanns“.

Byssumaðurinn tók einnig ræstingakonu í nálægum skóla í gíslingu áður en lögreglan mætti á svæðið. Hann særði nokkra lögreglumenn áður en hann var síðan skotinn til bana.

Herman kallaði „Allahu Akbar“, eða guð er mestur, nokkrum sinnum meðan á árásunum stóð, en hann var í tímabundnu leyfi frá fangelsi eftir að hann var dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Heimildir herma að hann hafi öfgavæðst í fangelsinu.

Til minningar fórnarlambanna.
Til minningar fórnarlambanna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert