Hafa fundið sorglegasta topplagið

Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify.
Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify. AFP

Sorglegasta lag í heimi, sem einhvern tímann á síðustu sjötíu árum hefur staðið á toppi Billboard Hot 100-listans, er lagið „The First Time I Ever Saw Your Face“ með Robertu Flack. Þetta eru niðurstöður nýs algríms sem streymisveitan Spotify hefur smíðað í leit að heimsins sorglegasta lagi.

Byggir algrímið á hversu glaðlynt og hresst lagið er á móti lögum sem eru sorglegri eða jafnvel reiðilegri. Þá er einnig tekið inn í reikninginn hversu hratt og hávaðasamt lagið er.

Til að mynda telst lag sem er bæði sorglegt en kröftugt flokkast í reiðari flokkinn. Er í grein BBC um málið lagið „Lose Yourself“ með Eminem nefnt sem dæmi fyrir þann flokk. Á móti þykir lagið „Hey Ya!“ með Outkast vera hamingjusamasta og kröftugasta lagið, en lagið „Don't Worry, Be Happy“ með Bobby McFerrin mun vera það hamingjusamasta sem líka er rólegt.

Samkvæmt algríminu eru fimm sorglegustu lögin:

  1. The First Time I Ever Saw Your Face - Roberta Flack
  2. Three Times a Lady - Commodores
  3. Are You Lonesome Tonight? - Elvis Presley.
  4. Mr. Custer - Larry Verne.
  5. Still - Commodores.

Í grein BBC er þó á það bent að algrímið taki ekki textaskrif inn í reikninginn og segir að einungis tvö af þessum fimm lögum, þ.e. „Are You Lonesome Tonight?“ og „Still“, séu í raun sorgarlög. Númer eitt og tvö á listanum séu bæði hægar ástarballöður og „Mr. Custer“ sé grínlag um hermann sem vill ekki berjast. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert