Löfven víki sem forsætisráðherra

Stefan Löfven.
Stefan Löfven. AFP

Sænska þingið hefur samþykkt tillögu þess efnis að Stefan Löfven forsætisráðherra víki úr embætti. 204 þingmenn kusu með tillögunni, þingmenn hægribandalagsins og þjóðernisflokksins Svíþjóðardemókrata, en 142 þingmenn vinstriflokkanna þriggja kusu með. Þrír voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna.

Það kemur nú í hlut Andreas Norlén, nýkjörins forseta sænska þingsins, að tilefna næsta forsætisráðherra Svíþjóðar innan tveggja vikna og mun þingið kjósa um tilnefninguna. Norlén mun funda með leiðtogum allra flokka. Sennilegast þykir að Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, verði tilnefndur, en þar á eftir kemur Löfven.

Þangað til mun ríkisstjórn Sósíaldemókrata og Græningja undir stjórn Löfven sitja áfram sem starfsstjórn.

Á blaðamannafundi í þinghúsinu rétt í þessu sagði Löfven að sér þætti óeðlilegt að hægribandalagið gæti myndað ríkisstjórn enda hafi flokkar þess einum þingmanni færra en vinstriflokkarnir þrír. Sagðist hann aðspurður telja góðar líkur á að hann muni sitja áfram sem forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert