Fagna lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar

AFP

Þjóðarleiðtogar heimsins koma saman í París, höfuðborg Frakklands, í dag til þess að minnast þess að öld er liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Fram kemur í frétt AFP að um 70 þjóðarleiðtogar, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti, taki þátt í hátíðarhöldunum.

Víða um heiminn er stríðslokanna einnig minnst og voru Nýja Sjáland og Ástralía fyrst til þess að hefja minningardagskrá vegna þeirra vegna tímamismunar.

Hátíðarhöldin í París munu fara fram við leiði óþekkta hermannsins fyrir neðan Sigurbogann og verður þemað hættan vegna uppgangs þjóðernishyggju.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert