Kona í dauðadái fæddi barn

Barnið kom í heiminn eftir tæplega 32 vikna meðgöngu.
Barnið kom í heiminn eftir tæplega 32 vikna meðgöngu. AFP

Útför portúgalskrar konu, sem eignaðist barn á meðan hún var í dauðadái, fer fram í dag. Konan var 26 ára. Hún hafði verið í dauðadái frá því í desember. 

Catarina Sequeira fékk alvarlegt astmakast á heimili sínu í desember. Þá hafði hún gengið með barn sitt í nítján vikur. Henni var í kjölfarið haldið sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi en fljótlega versnaði ástand hennar og 26. desember kom í ljós að heilastarfsemi hennar var engin orðið og hún þá úrskurðuð heiladauð. Ákveðið var að reyna að bjarga barni Sequeira með því að hafa hana áfram í öndunarvél. Það var gert í 56 daga eða þar til á 32. viku meðgöngunnar er barnið var tekið með keisaraskurði nú í vikunni. 

Formaður siðanefndar sjúkrahússins segir að ákvörðunin um að reyna að bjarga barninu með þessum hætti hafi verið tekin með samþykki fjölskyldu konunnar, m.a. barnsföður hennar. Hún var líffæragjafi og því þóttu lög ekki mæla gegn því að fara þessa leið.

Barnið, drengur sem fengið hefur nafnið Salvador, mun dvelja á sjúkrahúsinu í að minnsta kosti nokkrar vikur til viðbótar. 

Þetta er í annað sinn sem barn fæðist á sjúkrahúsi í Portúgal eftir að móðirin er úrskurðuð heiladauð. Árið 2016 fæddist barn á spítala í Lisabon og hafði það þá verið í fimmtán vikur í móðurkviði. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert