Segja tæknifyrirtæki meðvituð um barnaþrælkun

Tesla er á meðal fyrirtækjanna sem nefnd eru í ákærunni.
Tesla er á meðal fyrirtækjanna sem nefnd eru í ákærunni. AFP

Fimm bandarískir tæknirisar, þeirra á meðal Apple, Microsoft og móðurfyrirtæki Google, Alpahabet, hafa verið nefndir í ákæru vegna dauða barnungra verkamanna í kóbaltnámum í Lýðveldinu Kongó. 

Kongó er stærsti framleiðandi málmsins kóbalt, sem er notað í rafhlöður fyrir síma og önnur raftæki. Ákæran var lögð fram á sunnudag í nafni 14 nafnlausra fórnalamba, ættingja barna sem létust þegar námugöng hrundu og barna sem hlutu fötlun við vinnu sína. 

Fyrirtækin sem nefnd eru í ákærunni eru Apple, Tesla, Dell, Microsoft og Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Ákæran var lögð fram af alþjóðlegum mannréttindasamtökum fyrir dómstól í Washington. 

Aukin tæknivæðing á síðustu árum hefur leitt til stóraukinnar spurnar eftir kóbalti, sem er lykilhráefni í endurhlaðanlegar lithium-ion rafhlöður. Í ákærunni kemur fram að alþjóðlegir tæknirisar væru meðvitaðir um barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kongó. 

Börn sem vinna í kóbaltnámum í Kongó fá að jafnaði tvo til þrjá Bandaríkjadali fyrir vinnu sína á dag, um það vil 250 til 350 krónur. Þá segir í ákærunni að vinnuaðstæður séu hættulegar og áhættusamar fyrir starfsmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert